Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2019 07:15 Forstjóri skipafélags eins skipanna sem ráðist var á er ósammála Bandaríkjastjórn. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri fjögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenningar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af japanska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað fljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggjuefni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja viðræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hvenær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Bandaríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutaðeigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri fjögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenningar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af japanska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað fljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggjuefni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja viðræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hvenær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Bandaríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutaðeigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12
Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30
Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30