Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Mikkelsen skoraði þriðja og síðasta mark Breiðabliks í sigrinum ÍBV.
Thomas Mikkelsen skoraði þriðja og síðasta mark Breiðabliks í sigrinum ÍBV. vísir/bára
Dagurinn var góður fyrir Kópavogsliðin Breiðablik og HK sem unnu sína leiki þegar 10. umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag.

Breiðablik endurheimti toppsæti deildarinnar með 3-1 sigri á ÍBV á Kópavogsvelli.

Eyjamenn komust yfir með glæsilegu marki Telmo Castanheira á 6. mínútu en Kolbeinn Þórðarson jafnaði fyrir Blika í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Á 55. mínútu skoraði Óskar Elías Zoega Óskarsson sjálfsmark og á þeirri 74. gerði Thomas Mikkelsen þriðja mark Blika. Aron Bjarnason var arkitektinn að báðum mörkunum.

HK gerði góða ferð á Akranes og vann 0-2 sigur á ÍA í nýliðaslag.

Bjarni Gunnarsson og hinn 16 ára Valgeir Valgeirsson skoruðu mörk HK-inga sem fóru upp í 9. sætið með sigrinum.

Skagamenn, sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deild og bikar, eru í 3. sæti með 16 stig.

Mörkin úr leikjum dagsins má sjá hér fyrir neðan.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×