Íslenski boltinn

Brot úr Ástríðunni á Meistaravöllum: Stórsöngvarar og Gary Martin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Martin var á leik KR og Vals, enda spilað með báðum liðum.
Gary Martin var á leik KR og Vals, enda spilað með báðum liðum. mynd/stöð 2 sport

KR vann Val, 3-2, í stórleik 9. umferðar Pepsi Max-deildar karla á miðvikudaginn.

Stefán Árni Pálsson var á Meistaravöllum og tók upp Ástríðuinnslag fyrir Pepsi Max-mörkin. Hann spjallaði m.a. við stórsöngvarana Geir Ólafsson og Kristján Jóhannsson, Íslandsmeistarann og landsliðsmanninn í körfubolta, Kristófer Acox, og Gary Martin, fyrrverandi leikmann Vals og KR.

Brot úr Ástríðunni má sjá hér fyrir neðan en allt innslagið verður frumsýnt í Pepsi Max-mörkunum annað kvöld.

Klippa: Brot úr Ástríðunni á Meistaravöllum

Pepsi Max-mörkin hefjast klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport á morgun. Þar verður farið yfir 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar sem hefst í dag með tveimur leikjum.

Klukkan 14:00 hefst leikur Breiðabliks og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17:00 er svo komið að leik nýliðanna, ÍA og HK, á Akranesi.

Á morgun eru svo fjórir leikir á dagskrá. Klukkan 16:00 hefjast leikir Vals og Grindavíkur og Stjörnunnar og Fylkis.

Klukkan 17:00 verður flautað til leiks hjá KA og Víkingi R. á Akureyri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Rúsínan í pylsuendanum er svo stórleikur FH og KR í Kaplakrika klukkan 19:15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 20 mínútum fyrir leik.


Tengdar fréttir

Atli: Þetta er bara aukaspyrna

Sigurmark KR gegn Valsmönnum í gær var frábært en aðdragandi marksins var umdeildur enda töldu margir að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem liðið skoraði úr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.