Sindri Snær: Hundrað prósent víti í bæði skiptin Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. júní 2019 16:50 Sindri Snær lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. vísir/daníel þór ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnu en Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir leik dagsins. Þess má geta að Sindri lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagðist í viðtalinu á undan hafa verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.“ Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik,“ sagði Sindri. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Breiðabliks, taka Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið,“ sagði Sindri. „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Sjá meira
ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnu en Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir leik dagsins. Þess má geta að Sindri lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagðist í viðtalinu á undan hafa verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.“ Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik,“ sagði Sindri. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Breiðabliks, taka Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið,“ sagði Sindri. „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45