Erlent

Mikið í húfi fyrir Erdogan nú þegar íbúar Istanbúl kjósa aftur

Eiður Þór Árnason skrifar
Ógildingin vakti áleitnar spurningar um stöðu lýðræðis í Tyrklandi.
Ógildingin vakti áleitnar spurningar um stöðu lýðræðis í Tyrklandi. AP
Í dag kusu íbúar í Istanbúl sér nýjan borgarstjóra í annað sinn á árinu, eftir að óvænt kosningaúrslit stjórnarandstöðunnar í mars voru gerð ógild. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Kjörstöðum lokaði klukkan 17 að staðartíma og er reiknað með að niðurstöður verði birtar síðar í dag.Ekrem Imamoglu, sem sigraði kosningarnar í mars með 13 þúsund atkvæðum, snýr nú aftur í baráttuna eftir að forsetinn og stjórnarflokkurinn AK krafðist þess að síðustu niðurstöður yrðu dæmdar ógildar og kosið yrði aftur.AK-flokkur Erdogan afrýjaði niðurstöðunum í öllum 39 kjördæmum milljónaborgarinnar Istanbúl, en um 15 milljónir búa í borginni.Um er að ræða mikilvægan kosningaslag fyrir Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta og fyrir AK-flokk forsetans. Stjórnarflokkurinn AK hefur ráðið höfuðborginni síðustu 15 ár.Kannanir benda til þess að Imamoglu muni sigra Binali Yildirim, fyrrum forsætisráðherra landsins og fulltrúa stjórnarflokksins, í annað sinn.Erdogan, sem var áður borgarstjóri borgarinnar hefur haft svo á orði að „sá sem vinni Istanbúl muni vinna Tyrkland.“Imamoglu sem er frambjóðandi stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, hefur meðal annars talað fyrir lýðræðisumbótum.
Tengdar fréttir

Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl

Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju.

Kosið aftur í Tyrklandi eftir tap AKP

Ósk Tyrklandsforseta og samflokksmanna úr Réttlætis- og þróunarflokknum uppfyllt og borgarstjórnarkosningar í Istanbúl verða endurteknar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.