Erlent

Mikið í húfi fyrir Erdogan nú þegar íbúar Istanbúl kjósa aftur

Eiður Þór Árnason skrifar
Ógildingin vakti áleitnar spurningar um stöðu lýðræðis í Tyrklandi.
Ógildingin vakti áleitnar spurningar um stöðu lýðræðis í Tyrklandi. AP

Í dag kusu íbúar í Istanbúl sér nýjan borgarstjóra í annað sinn á árinu, eftir að óvænt kosningaúrslit stjórnarandstöðunnar í mars voru gerð ógild. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Kjörstöðum lokaði klukkan 17 að staðartíma og er reiknað með að niðurstöður verði birtar síðar í dag.

Ekrem Imamoglu, sem sigraði kosningarnar í mars með 13 þúsund atkvæðum, snýr nú aftur í baráttuna eftir að forsetinn og stjórnarflokkurinn AK krafðist þess að síðustu niðurstöður yrðu dæmdar ógildar og kosið yrði aftur.

AK-flokkur Erdogan afrýjaði niðurstöðunum í öllum 39 kjördæmum milljónaborgarinnar Istanbúl, en um 15 milljónir búa í borginni.

Um er að ræða mikilvægan kosningaslag fyrir Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta og fyrir AK-flokk forsetans. Stjórnarflokkurinn AK hefur ráðið höfuðborginni síðustu 15 ár.

Kannanir benda til þess að Imamoglu muni sigra Binali Yildirim, fyrrum forsætisráðherra landsins og fulltrúa stjórnarflokksins, í annað sinn.

Erdogan, sem var áður borgarstjóri borgarinnar hefur haft svo á orði að „sá sem vinni Istanbúl muni vinna Tyrkland.“

Imamoglu sem er frambjóðandi stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, hefur meðal annars talað fyrir lýðræðisumbótum.
Tengdar fréttir

Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl

Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.