Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 17:07 Leiðtogi stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu. Getty/ Altan Gocher Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“ Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“
Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07
Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54
Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19
Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22