Erlent

Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl

Andri Eysteinsson skrifar
Ehkrem Imamoglu, sem bar sigur úr býtum í borgarstjórakosningunum, segir að endurtalningin muni engu breyta.
Ehkrem Imamoglu, sem bar sigur úr býtum í borgarstjórakosningunum, segir að endurtalningin muni engu breyta. Getty/Anadolu Agency

Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju.

Úrslit kosninganna voru kynnt á sunnudaginn og voru á þá leið að CHP-flokkurinn sigraði í Istanbúl og tryggði sér borgarstjórastólinn með rúmum 70.000 atkvæðum.

AK- flokkur Erdogan afrýjaði niðurstöðunum í öllum 39 kjördæmum milljónaborgarinnar Istanbúl, en um 15 milljónir búa í borginni. Erdogan sjálfur komst til metorða í tyrkneskum stjórnmálum sem borgarstjóri Istanbúl á síðust öld.

Samkvæmt frétt Reuters er 70.000 atkvæða forskot Ekrem Imamoglu, borgarstjórakandídat CHP-flokksins, nú þegar orðið að 16.000 atkvæða forskoti þegar um 70% atkvæða hafa verið talin að nýju.
Bæði Imamoglu og keppinautur hans Binali Yildirim hafa hlotið yfir 4,1 milljón atkvæða og því ljóst að mjög mjótt er á munum. Imamoglu hefur þó reynt að fullvissa almenning og spekinga um að áfrýjanir og endurtalningar muni að endingu ekki hafa áhrif á úrslit kosninganna. Hann sé réttkjörinn borgarstjóri Istanbúl.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.