Kosið aftur í Tyrklandi eftir tap AKP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Imamoglu þarf að berjast aftur fyrir sætinu. Nordicphotos/AFP Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum. Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum.
Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent