Erlent

Flokkur Erdogan missir völdin í höfuð­borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan hefur verið valdamesti maður Tyrklands frá árinu 2003.
Recep Tayyip Erdogan hefur verið valdamesti maður Tyrklands frá árinu 2003. Getty
Flokkur Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, AKP, hefur misst völdin í höfuðborginni Ankara eftir sextán ára valdatíð þar í borg. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu í gær.

BBC hefur eftir talsmanni kjörstjórnar að nýjustu tölur bendi til að AKP hafi sömuleiðis misst meirihluta í stærstu borg landsins, Istanbul.

Bandalag flokka undir forystu AKP hlaut rúmlega 51 prósent atkvæða á landsvísu í sveitarstjórnarkosningunum samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn.

Erdogan sagði fyrir kosningarnar að þær snerust um það landið og flokkurinn „komist lífs af“. Margir hafa litið á kosningarnar sem atkvæðagreiðslu um Erdogan og stjórn hans. Alls voru um 57 milljónir manna á kjörskrá.

Mansur Yavas, fulltrúi Þjóðarflokksins (CHP), vann sigur í höfuðborginni Ankara, en flokkurinn berst fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju, öfugt við AKP. Í Istanbul stefnir í sigur Ekrem Imamoglu, borgarstjóraefni CHP, en þar er naumt á munum og á enn eftir að telja öll atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×