Enski boltinn

„Ljóst að Lukaku þarf að fara frá United“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martínez ræðir við Lukaku.
Martínez ræðir við Lukaku. vísir/getty
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, hvetur Romelu Lukaku til að yfirgefa Manchester United.Talið er að Lukaku sé falur fyrir rétt verð og belgíski framherjinn hefur m.a. verið orðaður við Inter.„Það er ljóst að hann þarf að fara frá United,“ sagði Martínez sem þjálfaði Lukaku líka hjá Everton.„Það væri það besta í stöðunni fyrir báða aðila. Núna er mikilvægt að Romelu finni rétta félagið,“ bætti Martínez við.

Lukaku skoraði 15 mörk fyrir United á síðasta tímabili en átti ekki alltaf fast sæti í byrjunarliðinu eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við af José Mourinho.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.