Enski boltinn

Lukaku búinn að ná samkomulagi við Inter og segir Conte besta stjóra í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku í landsleik á dögunum.
Lukaku í landsleik á dögunum. vísir/getty
Framherji Manchester United, Romelu Lukaku, er sagður hafa náð samkomulagi við Inter en félögin eiga enn eftir að ná saman um kaupverð.

Antonio Conte tók við stjórnartaumunum hjá Inter í sumar af Luciano Spalletti en belgíski framherjinn er talinn vera efstur á óskalista Conte.

Lukaku var ekki fyrsti maður á blað eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við United um áramótin en United keypti Belgann á 75 milljónir punda fyrir tveimmur árum.

Þeir eru tilbúnir að selja hann nú á 62 milljónir punda en félögin hafa enn ekki náð samkomulagi um kaupverðið.

Samkvæmt Gazzetta dello Sport hafa Lukaku og Inter náð samkomulagi um laun en talið er að Lukaku sé tilbúinn til þess að skrifa undir við Inter til ársins 2024.

„Það er gott að sjá Conte taka við Inter. Fyrir mér er hann besti leikmaðurinn í heiminum,“ sagði Lukaku í samtali við Premium Sport á dögunum.

„Ég er búinn að taka ákvörðun um framtíðina en ég get ekki gefið það út því ég er með samning með Manchester United og ber virðingu fyrir félaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×