Enski boltinn

Lukaku segir að framtíð sín velti á Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar marki í gær.
Lukaku fagnar marki í gær. vísir/getty

Romelu Lukaku, framherji Manchester United, hefur sett pressu á að Manchester United geri upp við sig hvort þeir vilji halda Belganum eða selja hann.

Lukaku skoraði tvö mörk í gærkvöldi er Belgía vann 3-0 sigur á Skotlandi í undankeppni EM 2020 en framherjinn hefur verið orðaður meðal annars við Inter Milan.

„Það veltur á félaginu,“ sagði Lukaku aðspurður um hvort að hann verði áfram hjá Manchester United.

„Félagið þarf að koma út með yfirlýsingu. Ég er ekki hér til þess að svara fyrir slúður. Ég vil bara spila fótbolta og við munum skoða stöðuna.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.