Lukaku með tvö gegn Skotum og Belgar í góðum málum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku hefur verið óstöðvandi með belgíska landsliðinu að undanförnu.
Lukaku hefur verið óstöðvandi með belgíska landsliðinu að undanförnu. vísir/getty
Belgar eru með fullt hús stiga í I-riðli undankeppni EM 2020 eftir 3-0 sigur á Skotum í Brussel í kvöld.Romelu Lukaku skoraði tvö marka Belga. Hann hefur nú skorað 48 mörk fyrir belgíska landsliðið.Lukaku kom Belgum yfir með skalla eftir sendingu Edens Hazard í uppbótartíma fyrri hálfleik. Hann bætti svo öðru marki við á 57. mínútu. Lukaku fylgdi þá eftir skoti Kevins De Bruyne sem David Marshall, markvörður Skota, varði.De Bruyne skoraði svo þriðja mark Belga í uppbótartíma.Belgía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Rússlandi.Skotland er hins vegar í 4. sæti riðilsins með sex stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.