Enski boltinn

Viðræður Mata og United komnar langt á veg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Juan Mata
Juan Mata vísir/getty
Það er útlit fyrir að Spánverjinn Juan Mata verði áfram á Old Trafford en samningaviðræður um framlengingu á samningi hans við Manchester Untied ganga vel.

Sky Sports greindi frá þessu í dag en Mata verður samningslaus í lok þessa mánaðar.

Í vetur virtist Mata vera á hraðleið í burtu frá Old Trafford og var hann meðal annars sagður hafa fundað með Barcelona um endurkomu til heimalandsins.

Það virðist hins vegar vera að Mata hafi hætt við að fara til Spánar og í staðinn er hann tilbúinn til þess að samþykkja nýjan samning við Manchester United.

United er sagt vilja ólmt halda í Mata eftir að Ander Herrera ákvað að framlengja ekki við félagið.


Tengdar fréttir

Barcelona með augu á tvíeyki United

Barcelona fylgist náið með stöðu mála í samningsmálum Marcus Rashford og Juan Mata, en hvorugur þeirra er þó hátt á forgangslista félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×