Enski boltinn

„Enginn heimsendir ef Herrera og Mata fara“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Herrera og Mata hafa báðir verið hjá United síðan 2014.
Herrera og Mata hafa báðir verið hjá United síðan 2014. vísir/getty

Samningar Anders Herrera og Juans Mata við Manchester United renna út í sumar. Félagið hefur ekki enn framlengt við spænsku miðjumennina. Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United og núverandi álitsgjafi hjá Sky Sports, segir að það yrði ekkert reiðarslag ef þeir færu í sumar.

„Það verður áhugavert að sjá hvernig félagið nálgast mál Herrera og Mata. Ég held að önnur lið hafi áhuga á þeim en að mínu mati væri það enginn heimsendir ef þeir færu,“ sagði Neville.

Hinn 29 ára Herrera hefur verið sterklega orðaður við Paris Saint-Germain að undanförnu. Hann kom til United frá Athletic Bilbao 2014.

Mata, sem er þrítugur, var síðasti leikmaðurinn sem David Moyes keypti til United í janúar 2014. Hann kom frá Chelsea sem hann vann Meistaradeild Evrópu með 2012.

Ljóst er að Antonio Valencia yfirgefur United í sumar og líklegt þykir að Matteo Darmian, Marcos Rojo og fleiri séu á förum frá félaginu.

United tekur á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.