Enski boltinn

United býður Mata nýjan samning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Juan Mata
Juan Mata vísir/getty

Manchester United hefur boðið Juan Mata nýjan samning við félagið.

Samningur Mata rennur út í lok júní og höfðu flestir talið hann vera á leið frá Manchester. Nú hafa rauðu djöflarnir hins vegar boðið Spánverjanum nýjan samning.

Mata hefur verið hjá Untied síðan 2014 og skorað 45 mörk í 218 leikjum fyrir félagið.

Manchester United staðfesti einnig að fyrirliði liðsins Antonio Valencia og Ander Herrera eru á förum frá félaginu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.