Enski boltinn

Barcelona með augu á tvíeyki United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcus Rashford og Juan Mata vekja áhuga á Spáni
Marcus Rashford og Juan Mata vekja áhuga á Spáni vísir/getty
Barcelona fylgist náið með stöðu mála í samningsmálum Marcus Rashford og Juan Mata, en hvorugur þeirra er þó hátt á forgangslista félagsins. Þetta segir í frétt ESPN.Hinn 21 árs gamli Rashford á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester United, en United hefur möguleikann á að framlengja samninginn um eitt ár.Barcelona hefur áhuga á enska framherjanum og fylgist með gangi mála, en Rashford og United hafa ekki náð saman um nýjan samning.Börsungar vilja þó helst styrkja sóknarlínu sína með Antoine Griezmann og því er Rashford ekki ofarlega á forgangslistanum.Þá segjast forráðamenn Barcelona ekki eiga von á því að ná samkomulagi við United svo auðveldlega, samkvæmt frétt ESPN á háttsettur maður innan Barcelona að hafa grínast með það að það væri „jafn erfitt og að fá stefnumót með Cindy Crawford,“ og að kaupa Rashford.Barcelona hefur einnig augu með Juan Mata. Spánverjinn verður samningslaus í lok júnímánaðar en í gær var greint frá því að United hefði boðið honum nýjan samning. Barcelona hefur aðallega áhuga á Mata þar sem hann getur komið á frjálsri sölu en ætlar ekki að eltast sérstaklega við miðjumanninn.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.