Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 14:00 Robert Mueller hefur ekki sagt aukatekið orð opinberlega frá því að hann var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. Vísir/EPA Robert Mueller, sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15:00 að íslenskum tíma í dag. Það verða fyrstu opinberu ummæli Mueller eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvað Mueller ætli sér að segja. Vaxandi krafa hafi hins vegar verið uppi hjá demókrötum á Bandaríkjaþingi um að Mueller beri vitni fyrir þingnefnd um niðurstöður sínar og ágreining við William Barr, dómsmálaráðherra. Mueller er sagður hafa verið tregur til þess þar sem hann vilji ekki virðast vera pólitískur.Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu Mueller í spilaranum hér fyrir neðan. Hún á að hefjast klukkan 15:00 og búist er við að hún taki um átta mínútur.Skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag en rannsókn hans stóð yfir í hátt í tvö ár. Saksóknarar hans gátu ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði átt í ólöglegu samráði við útsendara rússneskra útsendara þrátt fyrir að í skýrslunni væri lýst fjölda samskipta á milli framboðsins og Rússa. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Dró hann þó upp nokkur atvik sem hægt væri að túlka sem þess lags brot. Áður en skýrslan var gerð opinber greindi Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjaþingi frá meginniðurstöðum Mueller í bréfi. Morguninn áður en skýrslan var gerð opinber hélt hann einnig blaðamannafund þar sem hann ræddi niðurstöðurnar áður en fréttamenn höfðu haft tækifæri til að kynna sér þær. Síðar kom í ljós að Mueller hafði sent Barr bréf þar sem hann setti spurningamerki við framsetningu hans á niðurstöðunum. Taldi hann Barr hafa valdið ruglingi á meðal almennings um niðurstöður rannsóknarinnar. Mueller er ekki sagður ætla að taka við spurningum í dag. Barr ráðherra er staddur í Alaska í vinnuferð. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017 eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa haft Rússarannsóknina svonefndu í huga þegar hann tók ákvörðunina. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Robert Mueller, sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15:00 að íslenskum tíma í dag. Það verða fyrstu opinberu ummæli Mueller eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvað Mueller ætli sér að segja. Vaxandi krafa hafi hins vegar verið uppi hjá demókrötum á Bandaríkjaþingi um að Mueller beri vitni fyrir þingnefnd um niðurstöður sínar og ágreining við William Barr, dómsmálaráðherra. Mueller er sagður hafa verið tregur til þess þar sem hann vilji ekki virðast vera pólitískur.Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu Mueller í spilaranum hér fyrir neðan. Hún á að hefjast klukkan 15:00 og búist er við að hún taki um átta mínútur.Skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag en rannsókn hans stóð yfir í hátt í tvö ár. Saksóknarar hans gátu ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði átt í ólöglegu samráði við útsendara rússneskra útsendara þrátt fyrir að í skýrslunni væri lýst fjölda samskipta á milli framboðsins og Rússa. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Dró hann þó upp nokkur atvik sem hægt væri að túlka sem þess lags brot. Áður en skýrslan var gerð opinber greindi Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjaþingi frá meginniðurstöðum Mueller í bréfi. Morguninn áður en skýrslan var gerð opinber hélt hann einnig blaðamannafund þar sem hann ræddi niðurstöðurnar áður en fréttamenn höfðu haft tækifæri til að kynna sér þær. Síðar kom í ljós að Mueller hafði sent Barr bréf þar sem hann setti spurningamerki við framsetningu hans á niðurstöðunum. Taldi hann Barr hafa valdið ruglingi á meðal almennings um niðurstöður rannsóknarinnar. Mueller er ekki sagður ætla að taka við spurningum í dag. Barr ráðherra er staddur í Alaska í vinnuferð. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017 eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa haft Rússarannsóknina svonefndu í huga þegar hann tók ákvörðunina.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22