Erlent

Mueller ó­sáttur við saman­tekt Barr á skýrslu Rússa­rann­sóknarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
William Barr er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
William Barr er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. epa
Sérstaki rannsakandinn Robert Mueller hefur ritað bréf til bandaríska dómsmálaráðherrans William Barr þar sem hann setur út á samantekt og kynningu ráðherrans á skýrslunni með niðurstöðum Rússarannsóknarinnar.

Mueller sakar Barr meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar sem sneru að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016.

Washington Post segir að Mueller segi í bréfi sínu að samantekt Barr hafi verið ekki verið sett í samhengi. Samantekt Barr á 400 síðna skýrslu rannsóknarteymisins var fjórar síður að lengd. Sagði Barr að ekki hafi fundist nægilegar sannarnir fyrir því að kosningalið Donalds Trump hafi átt samráð við Rússa, eða þá að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar.

Mueller segir ennfremur að sökum samantektar dómsmálaráðherrans sé ruglingur meðal bandarísks almennings verðandi stórs hluta niðurstaða rannsóknarinnar.

Skýrsla Roberts Mueller.EPA
„Slíkt á á hættu að grafa undan því helsta markmiði dómsmálaráðuneytisins þegar sérstaki rannsakandinn var ráðinn: að tryggja fullt traust almennings í garð niðurstaða rannsóknarinnar,“ segir Mueller.

Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki tjáð sig um bréf Mueller, en Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir á Twitter að Barr hafi villt fyrir almenningi og skuldi Bandaríkjamönnum svör.

Barr hefur verið boðaður fyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar á fimmtudag til að ræða niðurstöður rannsóknarinnar. Hann hefur þó hótað því að mæta ekki.


Tengdar fréttir

Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina

Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×