Erlent

Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Don McGahn, hér fyrir miðri mynd.
Don McGahn, hér fyrir miðri mynd. Getty/Chip Somodevilla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu.

Í bréfi frá Pat Cipollone, lögfræðiráðgjafa Hvíta húsins til demókratans og formanns dómsmálanefndar fulltrúadeildar bandaríkjaþings kemur fram að Hvíta húsið leggist gegn því að McGahn mæti fyrir þingnefndina, ekki sé hægt að skikka hann til þess.

McGahn er forveri Cipollone í starfi og kemur nafn hans ítrekað fyrir í Mueller-skýrslunni sem Robert Mueller skilaði inn og fjallar um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvort forsetaframboð Trump hafi komið þar nálægt.

Í skýrslunni segir að McGahn hafi sagt að Trump hafi ítrekað hringt í hann í júní árið 2017 til þess að segja honum að skipa dómsmálaráðuneytingu til að reka Mueller. McGahn varð ekki við þessari beiðni. Þá segir einnig í skýrslunni að Trump hafi skipað McGahn að draga fréttir af skipunum Trump í efa.

Demókratar á þingi halda því fram að vitnisburður McGahn í skýrslunni lýsi tilraunum Trump til þess að hamla framgangi réttvísinnar. Hafa þeir því áhuga á því að fá McGahn til þess að svara spurningum þingmanna.

Óvíst er hvort McGahn muni hlýða skipun Trump að mæta ekki fyrir þingnefndina.


Tengdar fréttir

Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.