Enski boltinn

Aron heiðraður fyrir framúrskarandi framlag á lokahófi Cardiff

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni, var heiðraður fyrir framúrskarandi framlag til félagsins á lokahófi þess um helgina.

Aron og félagar féllu úr úrvalsdeildinni með tapi gegn Crystal Palace á heimavelli en þetta er í annað sinn sem Aron kemst upp með Cardiff á átta árum hjá velska félaginu.

Hann hefur alla tíð verið í miklum metum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Cardiff en heldur nú til Al Arabi í Katar þar sem hann mun leika undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara.

Aron Einar kom til Cardiff frá Coventry fyrir átta árum síðan og hefur spilað 284 leiki og skorað 25 fyrir félagið. Hann vann ensku B-deildina einu sinni, hafnaði í öðru sæti í seinni skiptið sem liðið fór upp og fór með Cardiff í úrslitaleik deildabikarsins.

Sean Morrison, fyrirliði Cardiff, afhenti sérstök verðlaun á lokahófinu um helgina fyrir framúrskarandi framlag til félagsins og kallaði á svið Aron Einar sem hélt magnaða ræðu sem fékk allan salinn til að fella tár.

„Ég verð bláfugl að eilífu,“ sagði Aron Einar meðal annars í ræðu sinni en þrátt fyrir að síðasta heimaleiknum sé lokið á Cardiff eftir einn leik um næstu helgi áður en það kveður ensku úrvalsdeildina að sinni.


Tengdar fréttir

Cardiff fallið

Aron Einar Gunnarsson og félagar töpuðu í síðasta heimaleik hans fyrir Cardiff City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×