Ágúst mátaði nýjan Kópavogsvöll: "Þetta er eins og alvöru gras“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2019 21:00 Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, er spenntur að fara spila á heimavelli Blika en verið er að ljúka við það að setja gervigras á völlinn. Breiðablik ákvað eftir síðasta tímabil að skipta grasinu út fyrir gervigras en völlurinn verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleik. Verið er að ljúka við það að setja gervigrasið á og Ágúst labbaði inn á völlinn í dag. „Þetta er geggjað. Þetta er hrikalega flott og eins og alvöru gras. Ég er hrikalega spenntur að fá að spila hérna 19. maí gegn Skaganum. Það er mikil tilhlökkun,“ sagði Ágúst er hann rölti um völlinn með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa. Breiðablik á heimaleik gegn Víking annað kvöld en Kópavogsvöllur er ekki klár. Því spilar Breiðablik á Wurth-vellinum upp í Árbæ annað kvöld. „Við höfðum samband við vini okkar upp í Árbæ. Þeir tóku vel í það. Það er frábær aðstaða þar, svipað gras og svipaðar aðstæður svo við kýldum á það.“ „Við fáum vonandi bara fullt af áhorfendum og gerum þetta að okkar heimavelli í þetta skipti og verður okkar vígi. Ég er líka spenntur fyrir því.“ Ágúst er ágætlega ánægður með byrjunina hjá þeim grænklæddu úr Kópavoginum. „Við erum enn inni í öllum keppnum. Við fórum áfram í bikar og unnum fyrsta leik. Við lentum svo í smá vandræðum gegn HK en náðum þar í dramatískt stig sem hjálpar okkur í baráttunni.“ „Við tökum því en það var erfiður leikur og við við höldum áfram. Það er enginn sem tekur það stig af okkur núna. Núna er það næsti leikur gegn Víking og við ætlum að taka þrjú stig þar.“ Hann segir að mótið fari vel af stað og það séu mörg góð lið með í Íslandsmótinu þetta tímabilið. „Liðið í toppsætinu er með fjögur stig. Þetta er rétt að byrja og fyrirheitin eru mjög góð. Liðin eru í toppstandi og þetta eru vel mönnuð lið. Það er gaman að sjá nýliða og aðra vera að standa sig vel,“ sagði Ágúst. Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, er spenntur að fara spila á heimavelli Blika en verið er að ljúka við það að setja gervigras á völlinn. Breiðablik ákvað eftir síðasta tímabil að skipta grasinu út fyrir gervigras en völlurinn verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleik. Verið er að ljúka við það að setja gervigrasið á og Ágúst labbaði inn á völlinn í dag. „Þetta er geggjað. Þetta er hrikalega flott og eins og alvöru gras. Ég er hrikalega spenntur að fá að spila hérna 19. maí gegn Skaganum. Það er mikil tilhlökkun,“ sagði Ágúst er hann rölti um völlinn með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa. Breiðablik á heimaleik gegn Víking annað kvöld en Kópavogsvöllur er ekki klár. Því spilar Breiðablik á Wurth-vellinum upp í Árbæ annað kvöld. „Við höfðum samband við vini okkar upp í Árbæ. Þeir tóku vel í það. Það er frábær aðstaða þar, svipað gras og svipaðar aðstæður svo við kýldum á það.“ „Við fáum vonandi bara fullt af áhorfendum og gerum þetta að okkar heimavelli í þetta skipti og verður okkar vígi. Ég er líka spenntur fyrir því.“ Ágúst er ágætlega ánægður með byrjunina hjá þeim grænklæddu úr Kópavoginum. „Við erum enn inni í öllum keppnum. Við fórum áfram í bikar og unnum fyrsta leik. Við lentum svo í smá vandræðum gegn HK en náðum þar í dramatískt stig sem hjálpar okkur í baráttunni.“ „Við tökum því en það var erfiður leikur og við við höldum áfram. Það er enginn sem tekur það stig af okkur núna. Núna er það næsti leikur gegn Víking og við ætlum að taka þrjú stig þar.“ Hann segir að mótið fari vel af stað og það séu mörg góð lið með í Íslandsmótinu þetta tímabilið. „Liðið í toppsætinu er með fjögur stig. Þetta er rétt að byrja og fyrirheitin eru mjög góð. Liðin eru í toppstandi og þetta eru vel mönnuð lið. Það er gaman að sjá nýliða og aðra vera að standa sig vel,“ sagði Ágúst.
Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti