Íslenski boltinn

Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrsti heimaleikur Blika í Pepsi Max deildinni fer fram í Árbænum.
Fyrsti heimaleikur Blika í Pepsi Max deildinni fer fram í Árbænum. Vísir/Daníel

Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann.

Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt um breytingar á einum leik í Pepsi Max deild karla og tveimur í Pepsi Max deild kvenna vegna framkvæmda á Kópavogsvelli.

Verið er að setja gervigras á Kópavogsvöllinn og hann er ekki enn þá tilbúinn.

Leikur Breiðabliks og Víkings í karladeildinni hefur verið færður fram um einn dag og á annan völl.  Þá hefur leikjum Breiðabliks og Keflavíkur í kvennadeildinni verið víxlað.

Blikar spilar því einn af ellefu heimaleikjum sínum í Pepsi Max deild karla í sumar utan Kópavogs.

Leikur Breiðabliks og Víkings í 3. umferð Pepsi Max deild karla hefur verið færður af laugardeginum fram á föstudagskvöldið. Hann fer líka fram á Würth vellinum í Árbæ sem er heimavöllur Fylkismanna.

Blikar spilar því tvo leiki á Fylkisvellinum í sumar því þeir mæta Fylkismönnum á vellinum í 8. umferð, 14. júní næstkomandi. 

Víkingar gátu ekki skipt um leikvöll við Blika því þeir eru eins og Blikar að bíða eftir að sinn gervigrasvöllur verði tilbúinn í Víkinni. Fyrsti heimaleikur Víkinga var á móti FH í gær og fór hann fram á gervigrasvelli Þróttara í Laugardalnum. 


Vegna framkvæmda á Kópavogsvelli hefur eftirfarandi leikjum verið breytt:

Pepsi Max deild karla
Breiðablik – Víkingur R
Var: Laugardaginn 11. maí kl. 14.00 á Kópavogsvelli
Verður: Föstudaginn 10. maí kl. 20.00 á Würth vellinum

Jafnframt er neðangreindum heimaleikjum í Pepsi Max deild kvenna víxlað:

Pepsi Max deild kvenna
Breiðablik – Keflavík
Var: Mánudaginn 13. maí kl. 19.15 á Kópavogsvelli
Verður: Mánudaginn 13. maí kl. 19.15 á Nettóvellinum
(Leikurinn heitir því Keflavík – Breiðablik)

Pepsi Max deild kvenna
Keflavík - Breiðablik
Var: Laugardaginn 27. júlí kl. 14.00 á Nettóvellinum
Verður: Laugardaginn 27. júlí kl. 14.00 á Kópavogsvelli
(Leikurinn heitir því Breiðablik - Keflavík)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.