Enski boltinn

Sjáðu fljótasta mark sögunnar og þrumufleyg Eriksen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Long fagnar marki sínu.
Long fagnar marki sínu. vísir/getty
Fljótasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar var skorað í gærkvöldi er Shane Long kom Southampton yfir gegn Watford.

Long skoraði fyrsta mark leiksins eftir litlar sjö sekúndur en Watford byrjaði með boltann. Ótrúlegt. Watford náði svo að jafna í uppbótartíma og lokatölur 1-1.

Þrumufleygur Christian Eriksen tryggði Tottenham afar mikilvægan sigur á heimavelli gegn fallbaráttuliði Brighton. Markið kom á 88. mínútu leiksins.

Tottenham hafði átt stórskotahríð að marki Brighton en boltinn vildi ekki inn fyrr en á 88. mínútu. Tottenham því áfram í bílstjórasætinu hvað varðar Meistaradeildarsæti.

Mörkin úr leikjum gærkvöldsins má sjá hér að neðan.

Tottenham - Brighton 1-0
Klippa: FT Tottenham 1 - 0 Brighton
Watford - Southampton 1-1:
Klippa: FT Watford 1 - 1 Southampton



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×