Enski boltinn

Sjáðu fljótasta mark sögunnar og þrumufleyg Eriksen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Long fagnar marki sínu.
Long fagnar marki sínu. vísir/getty

Fljótasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar var skorað í gærkvöldi er Shane Long kom Southampton yfir gegn Watford.

Long skoraði fyrsta mark leiksins eftir litlar sjö sekúndur en Watford byrjaði með boltann. Ótrúlegt. Watford náði svo að jafna í uppbótartíma og lokatölur 1-1.

Þrumufleygur Christian Eriksen tryggði Tottenham afar mikilvægan sigur á heimavelli gegn fallbaráttuliði Brighton. Markið kom á 88. mínútu leiksins.

Tottenham hafði átt stórskotahríð að marki Brighton en boltinn vildi ekki inn fyrr en á 88. mínútu. Tottenham því áfram í bílstjórasætinu hvað varðar Meistaradeildarsæti.

Mörkin úr leikjum gærkvöldsins má sjá hér að neðan.

Tottenham - Brighton 1-0

Klippa: FT Tottenham 1 - 0 Brighton

Watford - Southampton 1-1:

Klippa: FT Watford 1 - 1 Southampton


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.