Eriksen hetjan á ögurstundu │ Southampton skoraði fljótasta mark úrvalsdeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen fagnar ásamt Dele Alli í kvöld.
Eriksen fagnar ásamt Dele Alli í kvöld. vísir/getty

Christian Eriksen tryggði Tottenham sigur gegn Brighton á ögurstundu er liðin mættust í úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri Tottenham.

Látlaus sókn Tottenham virtist ekki ætla að bera árangur en það var komið fram á 88. mínútu er fyrsta og eina mark leiksins kom.

Það skoraði Daninn Christian Eriksen með þrumuskoti og hetjuleg barátta Brighton tryggði þeim ekkert stig. Mikilvæg stig í poka Tottenham.

Þeir eru í þriðja sætinu með 70 stig, þremur stigum á undan Chelsea sem er í fjórða sætinu og Arsenal er í fimmta sætinu með 66 stig. Tottenham í bílstjórasætinu hvað varðar Meistaradeildarsæti.

Brighton er í sautjánda sætinu með 34 stig en sæti neðar er Cardiff með 31 stig. Brighton er því áfram í bullandi fallbaráttu en bæði lið eiga þrjá leiki eftir.
Watford og Southampton gerðu 1-1 jafntefli á Vicarage Road. Southampton komst yfir með marki strax eftir sjö sekúndur er Shane Long. Watford byrjaði með boltann en sjö sekúndum síðar var hann í marki þeirra.

Það var svo komið fram í uppbótartíma er Watford náði að jafna metin. Markið gerði Andre Gray en þrátt fyrir tilþrif Angus Gunn í marki Southampton fór boltinn í netið.

Southampton er í sextánda sætinu og er enn ekki sloppið við fall. Þeir eru sex stigum frá fallsæti en Watford er í sjöunda sætinu með 50 stig.Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.