Eriksen hetjan á ögurstundu │ Southampton skoraði fljótasta mark úrvalsdeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen fagnar ásamt Dele Alli í kvöld.
Eriksen fagnar ásamt Dele Alli í kvöld. vísir/getty
Christian Eriksen tryggði Tottenham sigur gegn Brighton á ögurstundu er liðin mættust í úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri Tottenham.

Látlaus sókn Tottenham virtist ekki ætla að bera árangur en það var komið fram á 88. mínútu er fyrsta og eina mark leiksins kom.

Það skoraði Daninn Christian Eriksen með þrumuskoti og hetjuleg barátta Brighton tryggði þeim ekkert stig. Mikilvæg stig í poka Tottenham.

Þeir eru í þriðja sætinu með 70 stig, þremur stigum á undan Chelsea sem er í fjórða sætinu og Arsenal er í fimmta sætinu með 66 stig. Tottenham í bílstjórasætinu hvað varðar Meistaradeildarsæti.

Brighton er í sautjánda sætinu með 34 stig en sæti neðar er Cardiff með 31 stig. Brighton er því áfram í bullandi fallbaráttu en bæði lið eiga þrjá leiki eftir.





Watford og Southampton gerðu 1-1 jafntefli á Vicarage Road. Southampton komst yfir með marki strax eftir sjö sekúndur er Shane Long. Watford byrjaði með boltann en sjö sekúndum síðar var hann í marki þeirra.

Það var svo komið fram í uppbótartíma er Watford náði að jafna metin. Markið gerði Andre Gray en þrátt fyrir tilþrif Angus Gunn í marki Southampton fór boltinn í netið.

Southampton er í sextánda sætinu og er enn ekki sloppið við fall. Þeir eru sex stigum frá fallsæti en Watford er í sjöunda sætinu með 50 stig.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira