Enski boltinn

Guardiola hissa á ummælum Solskjær: „Hef aldrei sagt mönnum að brjóta til þess að refsa“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola mætast í kvöld
Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola mætast í kvöld vísir/getty

Í kvöld fer fram stórleikur og grannaslagur í Manchesterborg þar sem Manchester United og Manchester City mætast á Old Trafford.

Leikurinn er stór fyrir bæði lið en þetta er algjör lykilleikur í titilbaráttunni fyrir Manchester City. Merki um það var að það var fast skotið á báðum blaðamannafundum knattspyrnustjóranna fyrir leikinn.

Í gærmorgun hélt Ole Gunnar Solskjær sinn blaðamannafund og á honum sagði hann meðal annars að „það verða brot. Þeir munu fara í ökklana og hælana á ykkur og sparka í ykkur.“

Guardiola var spurður út í þessa athugasemd Solskjær á sínum blaðamannafundi og var hann nokkuð hissa á orðum Norðmannsins.

„Sagði hann það? Með 65 eða 70 prósent af boltanum, hvernig förum við að því?“ skaut Guardiola.

„Mér líka ekki þessi ummæli. Ég byggi liðið mitt ekki upp á þessu, alls ekki.“

Tölfræðin er alls ekki með Solskjær í liði í þessu máli. Samkvæmt gögnum tölfræðifyrirtækisins Opta hefur City fengið á sig 170 aukaspyrnur inni á vallarhelmingi andstæðingsins í vetur. United hefur fengið 195.

Leikmenn City hafa fengið 38 gul og eitt rautt spjald í deildinni í vetur, United 64 gul og fjögur rauð.

„Á tíu tímabilum sem stjóri hef ég aldrei farið inn í leik og undirbúið hann með þetta efst í huga. Aldrei,“ hélt Guardiola áfram.

„Í fótbolta brýtur þú stundum af þér því leikurinn er hraður. En ég hef aldrei sagt leikmönnum mínúm að brjóta til þess að refsa andstæðingi eða loka á hann.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.