Enski boltinn

„Spiluðum ekki eins og Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford þakkar stuðningsmönnum United fyrir í kvöld.
Rashford þakkar stuðningsmönnum United fyrir í kvöld. vísir/getty
Hann var ekki upplitsdjarfur Marcus Rashford, framherji Manchester United, eftir 2-0 tap í grannaslagnum gegn Manchester City í gærkvöldi.

Rashford byrjaði í fremstu víglínu United sem hefur verið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum undanfarnar vikur. Enski landsliðsmaðurinn er ekki sáttur.

„Við spiluðum ekki eins og Manchester United. Þetta er ekki rétt. Það er lágmark að leggja sig fram og gefa allt fyrir merkið, stuðnigsmennina, félagið og sjálfan þig,“ sagði Rashford í samtali við Sky Sports.

„Þetta hefur verið erfitt og að við séum ekki að spila eins og við gerðum í janúar eru vonbrigði. Við vitum hvað hefur verið að fara úrskeiðis; þetta er hugarfarslegt og vilji til þess að hlaupa fyrir liðið.“

Framherjinn segir að það skipti ekki bara máli að stigin þrjú hafi verið mikilvæg í Meistaradeildabárattunni - heldur sé það Manchester slagurinn sem skipti miklu máli. Bæði fyrir leikmenn og stuðningsmenn.

„Gleymum deildinni og topp fjórum, þú tapar ekki þessum leik. Þetta er svo einfalt fyrir Manchester United stuðningsmann. Þetta snýst um að reyna að bæta hvorn annan.“

„Stuðningsmennirnir vita að við getum gert þetta. Gleymið topp fjórum og Meistaradeildinni. Við þurfum að komast að botninum í þessu og byrja að spila eins og Manchester United fyrir sjálfa okkur,“ sagði Rashford.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×