Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem færði City nær titlinum og Arsenal fjær Meistaradeildarsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bernardo Silva fagnar marki sínu í gær.
Bernardo Silva fagnar marki sínu í gær. vísir/getty

Manchester City er með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Manchester United í grannaslag á Old Trafford í gærkvöldi.

Mörkin skoruðu þeir Bernardo Silva og Leroy Sane en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. United er í sjötta sætinu, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti er þrjár umferðir eru eftir.

Á sama tíma vann Wolves öruggan 3-1 sigur á Arsenal eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik. Arsenal er í fimmta sætinu, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir tvo tapleiki í röð.

Wolves er hins vegar í sjöunda sætinu og algjörlega frábært tímabil hjá nýliðunum sem hafa unnið hvert stórliðið á fætur öðru.

Mörkin úr leikjunum má sjá hér að neðan.

Manchester United - Manchester City 0-2:

Klippa: FT Manchester Utd 0 - 2 Manchester City

Wolves - Arsenal 3-1:

Klippa: FT Wolves 3 - 1 Arsenal


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.