Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem færði City nær titlinum og Arsenal fjær Meistaradeildarsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bernardo Silva fagnar marki sínu í gær.
Bernardo Silva fagnar marki sínu í gær. vísir/getty
Manchester City er með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Manchester United í grannaslag á Old Trafford í gærkvöldi.

Mörkin skoruðu þeir Bernardo Silva og Leroy Sane en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. United er í sjötta sætinu, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti er þrjár umferðir eru eftir.

Á sama tíma vann Wolves öruggan 3-1 sigur á Arsenal eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik. Arsenal er í fimmta sætinu, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir tvo tapleiki í röð.

Wolves er hins vegar í sjöunda sætinu og algjörlega frábært tímabil hjá nýliðunum sem hafa unnið hvert stórliðið á fætur öðru.

Mörkin úr leikjunum má sjá hér að neðan.

Manchester United - Manchester City 0-2:
Klippa: FT Manchester Utd 0 - 2 Manchester City
Wolves - Arsenal 3-1:
Klippa: FT Wolves 3 - 1 Arsenal

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×