Enski boltinn

„Sömu leikmenn og hentu Mourinho undir rútuna munu gera það nákvæmlega sama við Ole“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grjótharður Kean.
Grjótharður Kean. vísir/getty

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, gefur yfirleitt ekki tommu eftir er hann ræðir um sitt gamla félag.

Hann gaf engan afslátt í kvöld er hitað var upp fyrir grannaslag Manchester United og Manchester City. Keane tók völdin er rætt var um stórtap United gegn Everton um síðustu helgi.    

„Þetta eru sömu leikmennirnir og hentu Mourinho undir rútuna og þeir munu gera það nákvæmlega sama við Ole,“ sagði hinn grjótharði Keane er hitað var upp fyrir leiki kvöldsins á Sky Sports.

Keane ræddi einnig um að það væru of margir farþegar í liðinu til þess að liðið kæmist aftur þangað sem þeir vildu vera.

Gary Neville var einnig í settinu og hann tók undir orð fyrrum samherja síns en United tapaði í kvöld fyrir grönnum sínum í City, 1-0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.