Enski boltinn

Launakröfur Sanchez of háar fyrir toppliðin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez kom inn sem varamaður í tapinu fyrir Manchester City
Alexis Sanchez kom inn sem varamaður í tapinu fyrir Manchester City vísir/getty
Inter Milan er eina stórlið Evrópu sem hefur áhuga á Alexis Sanchez en vill að hann taki á sig þónokkra launalækkun. Independent greindi frá þessu.

Sanchez kom til Manchester United í janúar 2018, valdi United fram yfir nágrannalið Manchester City og fékk risa samning hjá þeim rauðu. Hann hefur hins vegar ekki náð að standa undir þeim.

Sílemanninum hefur gengið illa að finna sig í liði United og er brotthvarf hans búið að malla undir yfirborðinu í dágóðan tíma.

Það er hins vegar einn hængur á, og það er risa samningur Sanchez.

Hann er orðinn vanur því að vera á risalaunum. Hann er launahæsti leikmaður United með mörg hundruð þúsund pund á viku í laun. Heimildarmaður Independent gekk svo langt að segja að það væri „eiginlega enginn markaður fyrir hann.“

Frammistaða Sanchez að undan förnu, launakröfurnar og aldurinn, Sanhcez verður 31 árs í desember, gera það að verkum að stóru liðin í Evrópu sem einu sinni gengu á eftir honum hafa litið annað. Inter er sagt eina liðið með áhuga og það er með þeim kröfum að hann lækki launakröfurnar töluvert.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×