Enski boltinn

„Sanchez verður farinn í sumar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez meiðist um helgina.
Sanchez meiðist um helgina. vísir/getty
Alexis Sanchez mun yfirgefa herbúðir Manchester United í sumar. Þetta skrifar Charlie Nicholas, fyrrum framherji Celtic og Aberdeen og skoskum landsliðsmaður, en hann starfar nú hjá Sky Sports.

Ekki hefur gengur né rekið hjá Sanchez síðan að hann gekk í raðir United í janúar 2018 og hefur einungis skorað þrjú mörk í þeim leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið.

Nicholas ræddi Manchester United í pistli sínum á Sky Sports en United vann 3-2 sigur á Southampton um helgina. Endurkomusigur og Nicholas var hrifinn af Rashford og Lukaku um helgina.

„Þetta hefur verið ótrúlegt. Ég horfði af miklum áhuga á Manchester United um helgina. Marcus Rashford spilaði úti hægra megin og þegar Romelu Lukaku er heill, þá er hann beittur,“ sagði Charlie.

„Það lítur út fyrir að hann sé búinn að missa nokkur kíló svo hann er ógnvægilegur og svo er Rashford með hraðann. Það er eins og tíminn sé að fara frá Sanchez. Ég held að hann verði farinn í sumar. Það er raunveruleikinn.“

Eins og áður segir þá hefur Sanchez ekki gert mikið fyrir félagið síðan hann kom og það var nánsat fögnuður er Sanchez fór af velli um helgina. Nicholas segir að hann muni fara frá félaginu í sumar.

„Þeir munu skoða þetta og spurja sig: Hvað hefuru gert? Það er ekki mikið og svo hefur hann verið meiddur á síðustu dögum. Þú verður að skoða hvað United er með og þeir voru að gera nýjan samning við Martial svo þegar hann er heill þá spilar hann.“

„Sanchez fór í fýlu hjá Arsenal útaf samningi og hvernig verður líðan hans er hann fær ekki leiki? Ég held að honum muni ekki líka það og Sanchez verður farinn í sumar. Þeir geta selt hann í sumar, fengið smá pening og losað hann af launaskrá og möguleika fengið yngri leikmann inn,“ skrifaði Nicholas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×