Enski boltinn

Enginn Birkir er sigurganga Villa hélt áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kodija jafnar af vítapunktinum.
Kodija jafnar af vítapunktinum. vísir/getty
Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa sem heldur sigurgöngunni áfram í ensku B-deildinni með 2-1 sigri gegn Rotherham á útivelli í kvöld.

Það byrjaði ekki vel fyrir Villa því Tyrone Mings fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik og var sendur í sturtu. Will Waulks kom svo Rotherham yfir á 36. mínútu úr víti.

Önnur vítaspyrna var dæmd á þriðju mínútu síðari hálfleiks, nú fyrir Villa, og það var Jonathan Kodjia sem steig á punktinn og jafnaði. Þremur mínútum síðar var staðan orðinn 2-1 er Jack Grealish skoraði sigurmarkið.

Eftir nokkuð brösugt gengi framan af er Villa nú komið í fimmta sæti deildarinnar. Þeir eru með 66 stig og eru fimm stigum fyrir ofan Middlesbrough sem er í sjöunda sætinu.

Það var heldur enginn Jón Daði Böðvarsson í eldlínunni með Reading sem gerði 2-2 jafntefli við Norwich á útivelli en Norwich er á toppnum. Reading er í 20. sætinu, tveimur stigum frá fallsæti.

Leeds er áfram í öðru sætinu eftir að Sheffield United tapaði stigum gegn Birmingham er liðin gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Leeds er með eins stigs forskot á Sheffield í öðru til þriðja sætinu.

Úrslit kvöldsins:

Birmingham - Sheffield United 1-1

Brentford - Ipswich 2-0

Hull - Wigan 2-1

Millwall - QPR 0-0

Norwich - Reading 2-2

Rotherham - Aston Villa 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×