Enski boltinn

Nýtur hvers dags í bestu deild í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hasenhuttl er glaður.
Hasenhuttl er glaður. vísir/getty
Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, segir að hann sé að njóta lífsins í bestu deild í heimi og elski andrúmsloftið hjá Southampton.

Hasenhuttl varð fyrsti Austurríkismaðurinn til þess að stjórna liði í ensku úrvalsdeildinni er hann var ráðinn stjóri Southampton í desember eftir að Mark Hughes var látinn taka poka sinn.

„Ég nýt þess að starfa í bestu deild í heimi. Þetta er mikilvægt skref í minni þróun. Ég fékk félag sem gaf mér tækifæri að vinna með frábærum hóp, frábærum velli, frábærum æfingavelli og liðið leggur mikið á sig,“ sagði Hassenhuttl.

Hasenhuttl hefur gert flotta hluti hjá Southampton en liðið er nú fimm stigum fyrir ofan fallsætið og hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum í deildinni.

„Ég nýt hvers dags og nýt leikjanna fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn. Það er ótrúlegt andrúmsloft á leikvanginum. Allir fylgja okkur og eru á bátnum að róa með okkur.“

Southampton er í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í deildinnni. Sex leikir eru eftir og mætir Southampton meðal annars Man. United, Tottenham, Liverpool og Arsenal í síðustu sex leikjunum

„Átján,“ sagði sá austurríski aðspurður um hversu mörg stig liðið stefni á að fá í síðustu sex leikjunum. „Það væri frábært. Markmiðið er þó bara næsta helgi og það verður erfitt að leggja Wolves.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×