Enski boltinn

„Leikmennirnir eru ekki vélmenni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard er í mikilli baráttu með Derby.
Lampard er í mikilli baráttu með Derby. vísir/getty
Frank Lampard, stjóri Derby, er ekki sáttur með enska knattspyrnusambandið sem hefur kært Derby fyrir hegðun leikmanna í leik gegn Brentford á dögunum.

Ashley Cole fékk gult spjald fyrir leikaraskap á 48. mínútu í leiknum gegn Brentford en staðan var þá 2-2. Leikmenn Derby umkringdu þá dómara leiksins, John Brooks.

„Þetta er ótrúlegt því þetta var klárt víti. Allir vissu það og þú gast séð það á leikmönnum Brentford hvernig þeir brugðust við,“ sagði Chelsea-goðsögnin við fjölmiðla.

„Ég held að dómarinn myndi viðurkenna það ef hann myndi skoða þetta aftur. Og ef þú ert að biðja um að leikmenn sem eru að reyna að komast í umspilið og spiluðu góðan leik að haga sér eins og vélmenni þegar það er klár vítaspyrna, þá er það ómögulegt.“

Derby er í áttunda sæti B-deildarinnar, fimm stigum frá sæti í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

„Þetta væri annað ef þeir hefðu staðið í andlitinu á dómaranum í tíu til tuttugu sekúndur. En þegar þetta er fyrirliðinn þinn og hann ýtir hinum leikmönnunum í burtu, þá finnst mér það annað.“

„Auðvitað mun enginn hlusta á mig núna. Við erum ekki með vélmenni á vellinum og fyrirliðinn hagaði sér eins og hann hefði átt að gera svo ég mun ekki ræða við leikmennina því þeir gerðu ekkert rangt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×