Enski boltinn

Stjóri Gylfa vill að Everton opni veskið fyrir Gomes og Zouma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva brúnaþungur á svip.
Silva brúnaþungur á svip. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, segir að hann vilji gjarnan fá þá Kurt Zouma og Andre Gomes til félagsins til lengri tíma en þeir eru nú báðir á láni hjá félaginu.

Zouma er á láni frá Chelsea og Gomes frá Barcelona en þeir hafa báðir hrifið stjóra þeirra bláklæddu út Bítlaborginni. Aðspurður segir Silva gjarnan vilja fá þá til félagsins.

„Það er alltaf möguleiki en þetta er ekki í okkar höndum. Þeir eru ánægðir hér og það er ánægjulegt. Það þýðir að þeir eru að standa sig vel, þeim líður vel og eru einnig að hjálpa okkur,“ sagði Silva.

„Við erum ánægðir með þá, það er satt og það er undir okkur komið að reyna allt til þess að halda þeim. Það er samt sem áður ekki í okkar höndum og þeirra félög verða einnig að ákveða það. Á réttum tímapunkti munum við gera eitthvað.“

Idrisse Gueye hefur verið orðaður við brottför frá Everton en bæði PSG og Manchester United hafa verið orðuð við miðjumanninn öfluga.

„Það er nýtt fyrir mig,“ sagði Silva aðspurður út í orðróminn um Manchester United. „Það mun koma nóg af slúðri á næstu dögum og vikum, sem er eðlilegt, og ég mun ekki sitja hér og svara því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×