Enski boltinn

Meiðsli Kane talsverð en óvíst hversu lengi hann verður frá

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane liggur óvígur eftir.
Kane liggur óvígur eftir. vísir/getty
Harry Kane varð fyrir talsverðum meiðslum á vinstir ökkla í 1-0 sigri Tottenham á Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrrakvöld.

Þetta staðfesti félagið í yfirlýsingu nú rétt í þessu en eftir harkalegt samstuð við Fabian Delph haltraði Harry Kane til búningsherbergja.







Ekki var greint frá því í yfirlýsingu Tottenham hversu lengi enski framherjinn verður frá en í yfirlýsingunni segir bara að Kane verði meðhöndlaður af læknateymi liðsins á næstu vikum.

Óvíst er hvort að Kane taki meira þátt á leiktíðinni með Tottenham og enska landsliðið spilar svo í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Þar er Kane einnig fyrirliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×