Cardiff tapaði 2-1 fyrir Chelsea á heimavelli en Cardiff komst yfir í leiknum. Cesar Azpilicueta jafnaði metin en í endursýningu sást að hann var rangstæður.
Neil Warnock has been charged by the FA over controversial remarks he made about Premier League officials who oversaw Cardiff City's defeat to Chelsea.
More: https://t.co/np480RBp4y#CFC#CCFC#bbcfootball#Chelseafcpic.twitter.com/RB1XPvuMhS
— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019
Warnock var ekki skemmt og stóð eftir leikinn fyrir framan dómarana og horfði bara á þá. Hann tók ekki í höndina á þeim og sagði svo eftir leikinn að enska úrvalsdeildin væri með verstu dómara í heimi.
Nu hefur hann verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu og gæti verið á leiðinni í bann en hann hefur til 16. apríl til þess að svara fyrir sig.
Cardiff er í bullandi fallbaráttu. Liðið er í fallsæti, fimm stigum frá öruggu sæti en liðið mætir Burnley í Íslendingaslag á morgun.