Enski boltinn

Kallaði ensku dómarana þá verstu í heimi og gæti verið á leiðinni í bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Warnock horfir á dómarann Craig Pawson bálreiður.
Warnock horfir á dómarann Craig Pawson bálreiður. vísir/getty
Neil Warnock, stjóri Arons Einars Gunnarssonar og félaga hjá Cardiff, gæti verið á leiðinni í leikbann eftir ummæli sín um enska dómara. Ummælin lét hann falla eftir leik Cardiff í lok mars.

Cardiff tapaði 2-1 fyrir Chelsea á heimavelli en Cardiff komst yfir í leiknum. Cesar Azpilicueta jafnaði metin en í endursýningu sást að hann var rangstæður.







Warnock var ekki skemmt og stóð eftir leikinn fyrir framan dómarana og horfði bara á þá. Hann tók ekki í höndina á þeim og sagði svo eftir leikinn að enska úrvalsdeildin væri með verstu dómara í heimi.

Nu hefur hann verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu og gæti verið á leiðinni í bann en hann hefur til 16. apríl til þess að svara fyrir sig.

Cardiff er í bullandi fallbaráttu. Liðið er í fallsæti, fimm stigum frá öruggu sæti en liðið mætir Burnley í Íslendingaslag á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×