Enski boltinn

Stjóri Gylfa allt annað en sáttur: „Við spiluðum ekki fótbolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva á hliðarlínunni í dag.
Silva á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Marco Silva, stjóra Everton, var ekki skemmt eftir að Everton tapaði 2-0 fyrir föllnu liði Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Everton hafði verið á fínu skriði fyrir leikinn og unnið þrjá leiki í röð; þar á meðal gegn Arsenal og Chelsea. Síðan fengu þeir magalendingu í dag.

„Við spiluðum ekki fótbolta. Allir komu hingað til að sjá fótbolta en í síðari hálfleik var þetta ekki fótboltaleikur,“ sagði Silva í samtali við Sky Sports í leikslok.

„Í síðari hálfleik þá kom sjúkraliðið hjá þeim átta, níu eða tíu sinnum inn á völlinn. Það er erfitt að ná upp hraða í leiknum er leikurinn stoppar á hverjum fimm mínútum.“

Um næstu helgi er það Manchester United sem kemur í heimsókn til Old Trafford og Silva segir að Everton þurfi að stíga upp í sinni spilamennsku.

„Það er ekki bara útaf því að við mætum Manchester United sem við þurfum að bregðast við. Það er af því við spiluðum ekki vel í dag. Þetta er ekki nægilega gott fyrir félag á þessu stigi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×