Enski boltinn

Hazard: Þeir hafa verið stórkostlegir

Dagur Lárusson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. vísir/getty
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, fór fögrum orðum um lið Liverpool í viðtali fyrir stórleikinn sem fer fram á Anfield í dag.

 

Liverpool tekur á móti Chelsea í gríðarlega mikilvægum leik fyrir titilbaráttuna en Eden Hazard segir að það komi honum ekki á óvart að Liverpool sé að berjast um titilinn.

 

„Þeir eru búnir að vera spila svona vel í nánast tvö ár núna, ekki bara á þessari leiktíð. Mané, Salah og Firmino hafa verið stórkostlegir.“

 

„Liverpool er allt í allt bara frábært lið til þess að horfa á, mér finnst stjórinn þeirra frábær og leikmennirnir í liðinu eru meðal þeirra bestu í heiminum í dag. Þannig við vitum að þetta mun vera erfiður leikur, mögulega sá erfiðasti á tímabilinu því það er alltaf erfitt að fara á Anfield, sama hvað.“

 

„En við höfum trú á okkur. Okkur er alveg sama hvort liðið vinnur titilinn. Við erum Chelsea og við getum unnið hvaða lið sem er. Við sjáum hvernig þetta fer.“

 

Leikurinn hefst klukkan 15:30 í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×