Enski boltinn

Klopp stefnir á fullt hús í síðustu fjórum og stigamet

Jürgen Klopp heldur í vonina.
Jürgen Klopp heldur í vonina. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stefnir á að bæta stigamet liðsins í ensku úrvalsdeildinni en hann ætlar að vinna síðustu fjóra leikina og ná þannig 97 stigum.

Liverpool náði aftur toppsæti deildarinnar í gær þegar að liðið lagði Chelsea, 2-0, á heimavelli en lærisveinar Klopps eru með tveggja stiga forskot á toppnum og eiga fjóra leiki eftir. Manchester City á fimm leiki eftir og verður meistari með fullu húsi í síðustu fimm.

Stigamet Liverpool eru 90 stig en liðið náði því í 40 leikjum tímabilið 1987/1988 þegar að það varð meistari. City vann deildina með 100 stigum á síðustu leiktíð en Klopp stefnir á fjóra sigra núna í næstu fjórum leikjum til að gera allt sem hægt er að vinna deildina.

Klippa: FT Liverpool 2 - 0 Chelsea
„Það erfiðasta fyrir okkur núna er að glíma við heiminn utan vallar eins og fjölmiðla og annað fólk. Við höldum bara áfram að spila okkar leik,“ sagði Klopp eftir sigurinn í gær.

„Það hefði ekki hjálpað okkur ef við hefðum komist til dæmis að því að City hefði tapað fimm mínútum fyrir leikinn okkar. Þá missa menn bara einbeitingu.“

„Við getum bara reynt að safna eins mörgum stigum og hægt er. Við erum með 85 stig núna og fjórir leikir eftir. Við látum reyna á að enda með 97 stig. Ef það er nóg. Frábært. Ef ekki er ekkert sem að við getum gert í því,“ sagði Jürgen Klopp.

Liverpool á eftir leiki gegn Cardiff, Huddersfield, Newcastle og Úlfunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×