Enski boltinn

Sjáðu markið sem Arsenal fékk á silfurfati frá Foster

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang fagnar en Foster súr í bakgrunni.
Aubameyang fagnar en Foster súr í bakgrunni. visir/getty

Arsenal er í lykilstöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir öflugan 1-0 útisigur á Watford á útivelli í gær. Sigurmarkið var skrautlegt.

Pierre-Emerick Aubameyang elti Ben Foster uppi og Foster þrumaði boltanum í landsliðsmann Gabon og í netið. Foster var nokkuð léttur í leikslok er hann var spurður út í atvikið.

Arsenal er nú með 66 stig í fjórða sætinu og er með betri markatölu en Chelsea sem er í fimmta sætinu með jafnmörg stig. Arsenal á einnig leik til góða á Chelsea.

Man. United er í sjötta sætinu með 64 stig og Tottenham er í þriðja sætinu með 67 stig. Það er því ansi þéttur pakkinn og mikil spenna fyrir síðustu umferðirnar.

Markið úr leik gærkvöldsins má sjá hér að neðan.

Klippa: FT Watford 0 - 1 Arsenal


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.