Hörmuleg mistök Foster tryggðu Arsenal mikilvægan sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang hirðir boltann af Foster.
Aubameyang hirðir boltann af Foster. vísir/getty

Arsenal er aftur komið í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Watford á útivelli í kvöld. Mikilvægur sigur Arsenal og sjaldséður útisigur.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á tíundu mínútu. Ben Foster var þá alltof lengi að sparka honum fram völlinn, Pierre-Emerick Aubameyang pressaði hann sem endaði með því að Foster þrumaði boltanum í Aubameyang og í netið.

Hörmuleg mistök hjá Foster og ekki skánaði það fyrir Watford mínútu síðar er Troy Deeney fékk rautt spjald. Hann fór þá með olnbogann í andlitið á Lucas Torreira og heimamenn einum færri í 80 mínútur.

Þeir lögðu sig þó fram og rúmlega það en þeir fengu einnig upphaup sem þeir hefðu getað gert betur úr og jafnað metin. Ekki urðu mörkin fleiri og 1-0 sigur Arsenal staðreynd.

Arsenal er því með 66 stig í fjórða sætinu, með betri markahlutfall en Chelsea, og tveimur stigum á undan Manchester United. Grannarnir í Tottenham eru með 67 stig í þriðja sætinu.

Watford er í tíunda sæti deildarinnar.
Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.