Hörmuleg mistök Foster tryggðu Arsenal mikilvægan sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang hirðir boltann af Foster.
Aubameyang hirðir boltann af Foster. vísir/getty
Arsenal er aftur komið í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Watford á útivelli í kvöld. Mikilvægur sigur Arsenal og sjaldséður útisigur.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á tíundu mínútu. Ben Foster var þá alltof lengi að sparka honum fram völlinn, Pierre-Emerick Aubameyang pressaði hann sem endaði með því að Foster þrumaði boltanum í Aubameyang og í netið.

Hörmuleg mistök hjá Foster og ekki skánaði það fyrir Watford mínútu síðar er Troy Deeney fékk rautt spjald. Hann fór þá með olnbogann í andlitið á Lucas Torreira og heimamenn einum færri í 80 mínútur.







Þeir lögðu sig þó fram og rúmlega það en þeir fengu einnig upphaup sem þeir hefðu getað gert betur úr og jafnað metin. Ekki urðu mörkin fleiri og 1-0 sigur Arsenal staðreynd.

Arsenal er því með 66 stig í fjórða sætinu, með betri markahlutfall en Chelsea, og tveimur stigum á undan Manchester United. Grannarnir í Tottenham eru með 67 stig í þriðja sætinu.

Watford er í tíunda sæti deildarinnar.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira