Enski boltinn

Cardiff skilar inn sönnunargögnum í deilunni um Sala

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.
Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff. vísir/getty
Harmleikurinn í kringum dauða argentínska fótboltamannsins Emilano Sala verður bara meiri með hverjum deginum en Cardiff er nú búið að skila inn sönnunargögnum til FIFA í deilunni um peningagreiðslur til Nantes.Nantes fór með málið til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þegar að Cardiff neitaði að borga svo mikið sem eitt pund af þeim fimmtán milljónum sem það samdi um að kaupa Sala á frá franska félaginu.Framherjinn 28 ára gamli varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff þegar að það gekk frá kaupunum á honum 19. janúar en hann lést í flugslysi tveimur dögum síðar á leið sinni til velska félagsins.Síðan þá hafa félögin verið í deilum um kaupverðið þar sem Nantes heimtar greiðsluna en Cardiff vill meina að samningurinn hafi ekki verið klár.Bæði félög fengu frest frá FIFA til 15. apríl til þess að skila inn sönnunargögnum og Cardiff greinir frá því í stuttri yfirlýsingu að það hafi skilað sínu inn.Samkvæmt heimildum Sky Sports halda forráðamenn Cardiff því fram að kaupin hafi ekki verið gengin formlega í gegn þar sem að ekki var búið að skrá Sala sem leikmann í ensku úrvaldeildinni.Nantes heldur því aftur á móti fram að það eigi rétt á greiðslunni samkvæmt reglum FIFA þar sem að FIFA skrifaði undir félagaskipti hans 29. janúar.


Tengdar fréttir

Cardiff þarf að borga fyrstu greiðsluna fyrir Sala í dag

Emiliano Sala er dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff City en Argentínumaðurinn náði aldrei að spila fyrir velska félagið. Cardiff þarf samt sem áður að borga fyrir leikmanninn og nú er komið að skuldadegi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.