Enski boltinn

Cardiff vill nú sáttafund með Nantes vegna peningagreiðslnanna fyrir Sala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emiliano Sala lést í flugslysi á Ermarsundi fyrir tveimur mánuðum.
Emiliano Sala lést í flugslysi á Ermarsundi fyrir tveimur mánuðum. Getty/Matthew Horwood
Cardiff City vill ná sáttum við franska félagið Nantes en félögin hafa deilt um peningana sem Cardiff var búið að semja um að greiða fyrir argentínska knattspyrnumanninn Emiliano Sala.Cardiff keypti Emiliano Sala á 15 milljónir punda frá Nantes og Argentínumaðurinn hafði flogið til Wales og gengið frá öllum málum. Hann snéri síðan aftur til Nantes í stutta ferð sem reyndist örlagarík.Emiliano Sala lést í flugslysi á Ermarsundi fyrir tveimur mánuðum þegar hann var á leið aftur til Cardiff og náði aldrei að æfa með velska félaginu hvað þá að spila leik.Eftir stóð að Cardiff City skuldaði Nantes þessar fimmtán milljónir punda þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi aldrei spilað fyrir félagið. Það hefur ekki verið gott á milli félaganna síðan en þetta eru miklir peningar fyrir ekki stærri klúbba.Daily Telegraph segir frá því að Cardiff City hafi nú óskað eftir sáttafundi með forráðamönnum Nantes. Markmiðið er að leysa þetta mál án þess að Alþjóða knattspyrnusambandið þurfi að fara að skipta sér formlega að því.FIFA þarf mögulega að koma að málinu takist félögunum ekki að komast að ásættanlegri niðurstöðu. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði þó fyrir mánuði síðan að óskastaðan væri að félögin myndu sjálf komast að niðurstöðu.Cardiff hefur ekki enn látið Nantes fá fyrstu greiðslu fyrir Emiliano Sala en velska félagið hefur fengið lengri frest eða til 15. apríl. Þar kemur inni í vilji Cardiff manna til að hittast á sáttafundi með fulltrúum franska félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.