Fékk nóg þegar stjórnendur bönnuðu honum að spila ákveðnum leikmönnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2019 14:00 Paul Scholes líkaði ekki við afskiptasemi stjórnarmanna Oldham vísir/getty Paul Scholes átti ekki farsæla byrjun á þjálfaraferlinum. Hann tók við liði Oldham þann 11. febrúar síðast liðinn en hætti 31 degi síðar. Það hafa verið alls konar sögusagnir um brotthvarf Scholes, sem tók þá ákvörðun sjálfur að hætta. Hann er meðal annars sagður hafa tilkynnt um það að hann væri hættur með textaskilaboðum. Scholes var á meðal gesta hjá BT Sport í umfjöllun um leik Manchester United um helgina og var þá rætt við Scholes um tíma hans hjá Oldham. „Áður en ég tók við hafði ég heyrt helling af sögum um að stjórnendur væru að skipta sér af,“ sagði Scholes. „Fyrstu þrjár vikurnar voru nokkrir litlir hlutir. Mér var ekki sagt hverjum ég mætti spila og hverjum ekki en það voru litlar vísbendingar hér og þar.“ „Ég er ekki svo heimskur að hafa ekki áttað mig á því hvað þeir voru að reyna að gera.“ Oldham, sem leikur í D-deildinni á Englandi, vann aðeins einn leik af sjö undir stjórn Scholes. „Í síðustu vikunni þá komu upp mál með tvo af leikmönnunum. Reynda atvinnumenn sem mér fannst ekki eiga skilið að það væri komið fram við þá eins og félagið ætlaði sér.“ „Mér líkar mjög vel við leikmennina og ber mikla virðingu fyrir þeim. Ég hefði gert hvað sem er fyrir þá. En þegar stjórnendur koma inn og segja mér að ég megi ekki spila þessum leikmanni þá var kominn tími fyrir mig til að fara.“ „Það kom bara upp einu sinni en það þýddi að komið var að endalokum,“ sagði Scholes. Enski boltinn Tengdar fréttir Scholes hættur með Oldham eftir sjö leiki Scholes hættur eftir 31 daga með Oldham. 14. mars 2019 17:27 Scholes sagði upp í gegnum WhatsApp United-goðsögnin hætti hjá uppeldisfélaginu með textaskilaboðum. 15. mars 2019 09:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Paul Scholes átti ekki farsæla byrjun á þjálfaraferlinum. Hann tók við liði Oldham þann 11. febrúar síðast liðinn en hætti 31 degi síðar. Það hafa verið alls konar sögusagnir um brotthvarf Scholes, sem tók þá ákvörðun sjálfur að hætta. Hann er meðal annars sagður hafa tilkynnt um það að hann væri hættur með textaskilaboðum. Scholes var á meðal gesta hjá BT Sport í umfjöllun um leik Manchester United um helgina og var þá rætt við Scholes um tíma hans hjá Oldham. „Áður en ég tók við hafði ég heyrt helling af sögum um að stjórnendur væru að skipta sér af,“ sagði Scholes. „Fyrstu þrjár vikurnar voru nokkrir litlir hlutir. Mér var ekki sagt hverjum ég mætti spila og hverjum ekki en það voru litlar vísbendingar hér og þar.“ „Ég er ekki svo heimskur að hafa ekki áttað mig á því hvað þeir voru að reyna að gera.“ Oldham, sem leikur í D-deildinni á Englandi, vann aðeins einn leik af sjö undir stjórn Scholes. „Í síðustu vikunni þá komu upp mál með tvo af leikmönnunum. Reynda atvinnumenn sem mér fannst ekki eiga skilið að það væri komið fram við þá eins og félagið ætlaði sér.“ „Mér líkar mjög vel við leikmennina og ber mikla virðingu fyrir þeim. Ég hefði gert hvað sem er fyrir þá. En þegar stjórnendur koma inn og segja mér að ég megi ekki spila þessum leikmanni þá var kominn tími fyrir mig til að fara.“ „Það kom bara upp einu sinni en það þýddi að komið var að endalokum,“ sagði Scholes.
Enski boltinn Tengdar fréttir Scholes hættur með Oldham eftir sjö leiki Scholes hættur eftir 31 daga með Oldham. 14. mars 2019 17:27 Scholes sagði upp í gegnum WhatsApp United-goðsögnin hætti hjá uppeldisfélaginu með textaskilaboðum. 15. mars 2019 09:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Scholes hættur með Oldham eftir sjö leiki Scholes hættur eftir 31 daga með Oldham. 14. mars 2019 17:27
Scholes sagði upp í gegnum WhatsApp United-goðsögnin hætti hjá uppeldisfélaginu með textaskilaboðum. 15. mars 2019 09:30