Enski boltinn

Scholes hættur með Oldham eftir sjö leiki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scholes er hættur.
Scholes er hættur. vísir/getty

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, er hættur sem stjóri enska D-deildarliðsins Oldham Town en þetta var tilkynnt í dag.

Scholes tók við liðinu ellefta febrúar og hefur einungis stýrt liðinu í sjö leikjum. Hann vann fyrsta leikinn en í kjölfarið fylgdu þrjú jafntefli og þrjú töp í næstu sex leikjum.

„Það er með miklum söknuði að ég hef ákveðið að yfirgefa félagið á þessum tímapunkti. Ég vonaðist til þess að geta klárað átján mánaða samninginn sem ég hafði skrifað undir hjá félaginu sem ég hef stutt allt mitt líf,“ skrifaði Scholes.

„Á stuttum tíma frá því að ég tók við liðinu atvikaðist það því miður að ég gat ekki sinnt þessu sem skildi. Ég óska stuðningsmönnunum, leikmönnum og starfsliðinu, sem hefur verið frábært, góðs gengis út leiktíðinni. Ég mun horfa á liðið sem stuðningsmaður út leiktíðina.“


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.