Enski boltinn

Scholes kærður fyrir brot á veðmálareglum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scholes gæti verið í vandræðum fyrir að veðja á leiki.
Scholes gæti verið í vandræðum fyrir að veðja á leiki. vísir/getty
Paul Scholes hefur verið kærður fyrir brot á reglum enska knattspyrnusambandsins um veðmál.

Scholes á að hafa veðjað á 140 fótboltaleiki frá 17. ágúst 2015 til 12. janúar 2019.

Hann er einn eigenda utandeildarliðsins Salford City og samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins mega eigendur fótboltaliða ekki veðja á leiki. Scholes hefur frest til 26. apríl til að svara kærunni.

Scholes hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Oldham Athletic í síðasta mánuði, eftir aðeins 31 dag í starfi.

Scholes á 10% hlut í Salford City, líkt og félagar sínir úr 1992-árgangnum svokallaða hjá Manchester United; David Beckham, Nicky Butt, Ryan Giggs, Gary og Phil Neville.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×