Enski boltinn

Klopp hlakkar til að mæta Barcelona í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn í kvöld.
Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn í kvöld. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með góða frammistöðu sinna manna í Portúgal í kvöld og segir að liðið hafi gert það sem þurfti.

Liverpool var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn og gat leyft sér að hafa Roberto Firmino á bekknum í kvöld. Sadio Mane skoraði í fyrri hálfleik og gerði út um einvígið en lokatölurnar urðu 4-1 í kvöld. Samanlagt 6-1.

„Við höfum spilað betur á þessari leiktíð. Þetta var alltaf að fara verða vindbylur hérna og þetta var það. Í síðari hálfleik misstu þeir orkuna og við náðum að stjórna leiknum og skora mörk,“ sagði Klopp við BT Sport.

„Við erum með meiri reynslu. Það er klárt. Við lentum i mörgum erfiðum útileikjum í fyrra og við vissum að þetta yrði eins og gegn City og Roma á síðasa ári. Þetta var erfitt en við erum komnir í undanúrslitin.“

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila við Barcelona fyrir utan æfingaleiki og ég hlakka til,“ sagði Klopp um einvígið gegn Barcelona í undanúrslitunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.