Klopp: Salah hjálpar okkur mikið þótt að hann sé ekki að skora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 09:30 Jürgen Klopp faðmar Mohamed Salah eftir enn einn markalausa leikinn. Getty/Robbie Jay Barratt Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Mohamed Salah sé ekkert að svekkja sig á því þótt að hann hafi ekki skorað mark síðan 9. febrúar. Mohamed Salah skoraði 44 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð en er kominn með tuttugu mörk á þessu tímabili. Hann skoraði mikið fyrir áramót en það hefur verið lítið um mörk eftir fyrsta mánuðinn á árinu 2019. Salah átti samt stóran þátt í sigurmarkinu á móti Tottenham um síðustu helgi og fagnaði því eins og sínu eigin. „Þetta var sjálfsmark en skallinn frá Mo þvingaði það fram. Mér leið eins og þetta væri hans mark,“ sagði Jürgen Klopp.Jurgen Klopp unperturbed by Mo Salah's goal drought and he delivers positive news on Virgil van Dijk https://t.co/cE9zQq20GZ#LFCpic.twitter.com/UP5npbdaIP — Independent Sport (@IndoSport) April 3, 2019Síðasta mark Mohamed Salah kom í 3-0 sigri á Bournemouth fyrir næstum því tveimur mánuðum síðan. „Hvernig vinnur þú þig út úr slíkri stöðu eftir að hafa 40 mörk á síðasta ári,“ spurði Jürgen Klopp sem er augljóslega að reyna að finna leiðir til að létta markapressunni af besta sóknarmanninum sínum. „Ferillinn hans er ekki búinn. Ef hann skorar tuttugu mörk á þessu tímabili þá hefur hann skorað 60 mörk á síðustu tveimur leiktíðum. Vá, það er nú ekki slæmt,“ sagði Klopp léttur. „Ef við værum bara með einn markaskorara þá væri staðan öðruvísi. Í ár þá þurfum við ekki eins mikið að treysta á mörkin hans Mo. Hann er engu að síður í mjög góðri stöðu á markalistanum í sambandi við aðra markaskorara deildarinnar,“ sagði Klopp. „Það er ógn af honum. Hann hjálpar okkur mikið. Hann tekur líka á nýjum kringumstæðum virkilega vel,“ sagði Klopp.Jurgen Klopp is finding ever more elaborate ways to back Mo Salah through his goal drought... #LFChttps://t.co/7QGSc53LqL — Daily Star Sport (@DailyStar_Sport) April 3, 2019„Þetta snýst um vinnusemi, og endurtaka hlutina aftur og aftur. Einn daginn mun boltinn detta fyrir þig,“ sagði Klopp. „Við erum með 79 stig. Þú getur ekki verið mörg vandamál þegar þú ert kominn með svo mörg stig,“ sagði Klopp. Næsti leikur Liverpool er á móti Southampton á útivelli annað kvöld en með sigri þá nær Liverpool toppsætinu aftur af Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Mohamed Salah sé ekkert að svekkja sig á því þótt að hann hafi ekki skorað mark síðan 9. febrúar. Mohamed Salah skoraði 44 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð en er kominn með tuttugu mörk á þessu tímabili. Hann skoraði mikið fyrir áramót en það hefur verið lítið um mörk eftir fyrsta mánuðinn á árinu 2019. Salah átti samt stóran þátt í sigurmarkinu á móti Tottenham um síðustu helgi og fagnaði því eins og sínu eigin. „Þetta var sjálfsmark en skallinn frá Mo þvingaði það fram. Mér leið eins og þetta væri hans mark,“ sagði Jürgen Klopp.Jurgen Klopp unperturbed by Mo Salah's goal drought and he delivers positive news on Virgil van Dijk https://t.co/cE9zQq20GZ#LFCpic.twitter.com/UP5npbdaIP — Independent Sport (@IndoSport) April 3, 2019Síðasta mark Mohamed Salah kom í 3-0 sigri á Bournemouth fyrir næstum því tveimur mánuðum síðan. „Hvernig vinnur þú þig út úr slíkri stöðu eftir að hafa 40 mörk á síðasta ári,“ spurði Jürgen Klopp sem er augljóslega að reyna að finna leiðir til að létta markapressunni af besta sóknarmanninum sínum. „Ferillinn hans er ekki búinn. Ef hann skorar tuttugu mörk á þessu tímabili þá hefur hann skorað 60 mörk á síðustu tveimur leiktíðum. Vá, það er nú ekki slæmt,“ sagði Klopp léttur. „Ef við værum bara með einn markaskorara þá væri staðan öðruvísi. Í ár þá þurfum við ekki eins mikið að treysta á mörkin hans Mo. Hann er engu að síður í mjög góðri stöðu á markalistanum í sambandi við aðra markaskorara deildarinnar,“ sagði Klopp. „Það er ógn af honum. Hann hjálpar okkur mikið. Hann tekur líka á nýjum kringumstæðum virkilega vel,“ sagði Klopp.Jurgen Klopp is finding ever more elaborate ways to back Mo Salah through his goal drought... #LFChttps://t.co/7QGSc53LqL — Daily Star Sport (@DailyStar_Sport) April 3, 2019„Þetta snýst um vinnusemi, og endurtaka hlutina aftur og aftur. Einn daginn mun boltinn detta fyrir þig,“ sagði Klopp. „Við erum með 79 stig. Þú getur ekki verið mörg vandamál þegar þú ert kominn með svo mörg stig,“ sagði Klopp. Næsti leikur Liverpool er á móti Southampton á útivelli annað kvöld en með sigri þá nær Liverpool toppsætinu aftur af Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira