„Faldi fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 10:00 Jawahir Roble klæðist ekki venjulegum dómarabúningi. Skjámynd/Breska ríkisútvarpið Jawahir Roble kom til Englands fyrir fjórtán árum sem flóttamaður frá Sómalíu en í dag er hún að brjóta múra í enska fótboltanum. JJ Roble eins og hún er oftast kölluð er fyrsta múslímska blökkukonan sem starfar sem knattspyrnudómari í Bretlandi en að auki dæmir hún ekki í hinum venjulega dómarabúningi því hún klæðist hijab-slæðu við dómgæsluna. Breska ríkisútvarpið kynnti sér betur sögu og aðstæður JJ Roble á leið sinni að opna nýjar dyr fyrir fyrir minnihlutahóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hún fékk innslag um sig í The One Show á BBC.We JJ! What a total inspiration! pic.twitter.com/eYHRBueIMQ — BBC The One Show (@BBCTheOneShow) March 27, 2019Markmið hennar er að hvetja aðrar konur til dáða og fá fleiri kynsystur sínar til að spila fótbolta. Með þessu ætti enska landsliðið að geta komist á toppinn í framtíðinni. „Með því að vera kona í fótbolta þá hefur þú þegar brotið nokkrar reglur í huga sumra karlmanna. Þegar ég byrjaði að dæma fótboltaleiki þá voru leikmenn bæði hneykslaðir og hissa að sjá mig,“ sagði JJ Roble. „Ég og fjölskylda mín bjuggum öll í Sómalíu þegar borgarastyrjöldin braust út. Við urðum að flýja heimilið okkar og landið okkar. Við komum til Englands til að byrja nýtt líf,“ sagði JJ Roble. Hún var tíu ára gömul þegar hún kom fyrst til London og fjölskyldan settist að í nágrenni Wembley-leikvangsins.JJ even wore this wonderful vintage FBB tracksuit top while being interviewed for the show! Thanks for supporting us as always @jj_Roble! Make sure you watch the whole feature to hear her fantastic story in full on @BBCiPlayer catch-up from 28.40 here: https://t.co/Wc3mMEIE56pic.twitter.com/HkUJNBp8UP — FBB (@FBeyondBorders) March 29, 2019„Sem mikil fótboltaáhugakona var það algjör draumur að komast að því að fyrsta heimili mitt væri rétt hjá Wembley,“ sagði JJ Roble brosandi. Það var aftur á móti ekki vinsælt á heimilinu að hún færi að spila fótbolta. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við það að ég væri að spila fótbolta. Í þeirra augum er ég stelpa og ætti ekki að vera að spila fótbolta eða að hlaupa um. Ég faldi því fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba þegar ég kom heim og flýtti mér að skipta yfir í venjulegu fötin mín,“ rifjar JJ Roble upp. „Svo kom að því að ég gat ekki logið lengur að þeim. Ég sagði hingað ekki lengra og sagði þeim að ég vildi verða knattspyrnudómari og taka fótboltann minn alvarlega. Þau sögðu: Þú ert svo þrjósk, JJ. Láttu bara vaða,“ sagði JJ Roble brosandi. JJ Roble hefur nú sett stefnuna á það að dæma í úrvalsdeildinni hjá konunum. Það má sjá allt umfjöllun BBC um JJ með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Jawahir Roble kom til Englands fyrir fjórtán árum sem flóttamaður frá Sómalíu en í dag er hún að brjóta múra í enska fótboltanum. JJ Roble eins og hún er oftast kölluð er fyrsta múslímska blökkukonan sem starfar sem knattspyrnudómari í Bretlandi en að auki dæmir hún ekki í hinum venjulega dómarabúningi því hún klæðist hijab-slæðu við dómgæsluna. Breska ríkisútvarpið kynnti sér betur sögu og aðstæður JJ Roble á leið sinni að opna nýjar dyr fyrir fyrir minnihlutahóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hún fékk innslag um sig í The One Show á BBC.We JJ! What a total inspiration! pic.twitter.com/eYHRBueIMQ — BBC The One Show (@BBCTheOneShow) March 27, 2019Markmið hennar er að hvetja aðrar konur til dáða og fá fleiri kynsystur sínar til að spila fótbolta. Með þessu ætti enska landsliðið að geta komist á toppinn í framtíðinni. „Með því að vera kona í fótbolta þá hefur þú þegar brotið nokkrar reglur í huga sumra karlmanna. Þegar ég byrjaði að dæma fótboltaleiki þá voru leikmenn bæði hneykslaðir og hissa að sjá mig,“ sagði JJ Roble. „Ég og fjölskylda mín bjuggum öll í Sómalíu þegar borgarastyrjöldin braust út. Við urðum að flýja heimilið okkar og landið okkar. Við komum til Englands til að byrja nýtt líf,“ sagði JJ Roble. Hún var tíu ára gömul þegar hún kom fyrst til London og fjölskyldan settist að í nágrenni Wembley-leikvangsins.JJ even wore this wonderful vintage FBB tracksuit top while being interviewed for the show! Thanks for supporting us as always @jj_Roble! Make sure you watch the whole feature to hear her fantastic story in full on @BBCiPlayer catch-up from 28.40 here: https://t.co/Wc3mMEIE56pic.twitter.com/HkUJNBp8UP — FBB (@FBeyondBorders) March 29, 2019„Sem mikil fótboltaáhugakona var það algjör draumur að komast að því að fyrsta heimili mitt væri rétt hjá Wembley,“ sagði JJ Roble brosandi. Það var aftur á móti ekki vinsælt á heimilinu að hún færi að spila fótbolta. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við það að ég væri að spila fótbolta. Í þeirra augum er ég stelpa og ætti ekki að vera að spila fótbolta eða að hlaupa um. Ég faldi því fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba þegar ég kom heim og flýtti mér að skipta yfir í venjulegu fötin mín,“ rifjar JJ Roble upp. „Svo kom að því að ég gat ekki logið lengur að þeim. Ég sagði hingað ekki lengra og sagði þeim að ég vildi verða knattspyrnudómari og taka fótboltann minn alvarlega. Þau sögðu: Þú ert svo þrjósk, JJ. Láttu bara vaða,“ sagði JJ Roble brosandi. JJ Roble hefur nú sett stefnuna á það að dæma í úrvalsdeildinni hjá konunum. Það má sjá allt umfjöllun BBC um JJ með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira